Samningsviðauki nr. 12 við mannréttindasáttmálann

Ensk og frönsk útgáfa samningsviðaukans hafa einar lagalegt gildi. Þessi þýðing er ekki opinber útgáfa samningsviðaukans.

Undirritun, fullgilding, gildistaka, yfirlýsingar, uppsögn, svæðisbundið gildissvið: tilkynningar, samskipti

LandUndirritunFullgildingGildistakaYfirlýsingar og uppsögnSvæðisbundið gildissvið: tilkynningarSamskipti
Albania26.05.200326.11.200401.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Andorra31.05.200706.05.200801.09.2008[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Armenia18.06.200417.12.200401.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Austurríki04.11.2000neinei
Aserbaísjan12.11.2003neinei
Belgia04.11.2000neinei
Bosnía og Hersegóvína24.04.200229.07.200301.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Búlgaríaneineinei
Króatía06.03.200203.02.200301.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Kýpur04.11.200030.04.200201.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Tékkland04.11.2000neinei
Danmörkneineinei
Eistland04.11.2000neinei
Finnland04.11.200017.12.200401.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Frakklandneineinei
Georgia04.11.200015.06.200101.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Þýskaland04.11.2000neinei
Grikkland04.11.2000neinei
Ungverjaland04.11.2000neinei
Ísland04.11.2000neinei
Írland04.11.2000neinei
Ítalía04.11.2000neinei
Lettland04.11.2000neinei
Liechtenstein04.11.2000neinei
Litáenneineinei
Lúxemborg04.11.200021.03.200601.07.2006[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Malta08.12.201508.12.201501.04.2016[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Mónakóneineinei
Montenegró (Svartfjallaland)03.04.2003103.03.2004106.06.2006[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Holland (Niðurland)04.11.200028.07.200401.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Norður-Makedónía04.11.200013.07.200401.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Noregur15.01.2003neinei
Póllandneineinei
Portúgal04.11.200016.01.201701.05.2017[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Moldóva04.11.2000neinei
Rúmenía04.11.200017.07.200601.11.2006[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Rússland04.11.20002neinei
San Marínó04.11.200025.04.200301.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Serbia03.04.2003103.03.2004101.04.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Slóvakía04.11.2000neinei
Slóvenía07.03.200107.07.201001.11.2010[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Spánn04.10.200513.02.200801.06.2008[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Svíþjóðneineinei
Svissneineinei
Tyrkland18.04.2001neinei
Úkraína04.11.200027.03.200601.07.2006[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Bretlandneineinei

1 Dagsetningar undirritunar og fullgildingar ríkjasambands Serbíu og Svartfjallalands.

2 Í samræmi við ályktun CM/Res(2022)3 sem ráðherranefndin samþykkti þann 23.03.2022, skal Rússneska sambandsríkið hætta að vera aðili að samningnum ETS nr. 5 þann 16.09.2022. Samkvæmt því skal Rússneska sambandsríkið hætta að vera undirritaðurm að samningsviðaukanum einnig þann 16/09/2022.

ETS (STE) nr. 177

Samningsviðauki nr. 12 við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis

Róm, 4. nóvember 2000

Formála

Aðildarríki Evrópuráðs, sem undirritað hafa samningsviðauka þennan,

með hliðsjón af þeirri grundvallarreglu að allir séu jafnir fyrir lögum og eigi rétt á jafnri vernd laganna;

hafa ákveðið að grípa til frekari ráðstafana til að efla jafnrétti allra með sameiginlegri tryggingu um almennt bann við mismunun, með tilstuðlan samningsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sem undirritaður var í Róm 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur samningurinn);

staðfesta að grundvallarreglan um að banna mismunun meinar ekki aðildarríkjum að gera ráðstafanir til þess að efla fullt jafnrétti í raun, svo fremi þær megi réttlæta með hlutlausum og röklegum hætti,

hafa orðið ásáttar um það sem hér fer á eftir:

1. gr.
Almennt bann við mismunun

1. Tryggja skal öll þau réttindi, sem mælt er fyrir með lögum, án nokkurrar mismununar, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungumáls, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða hvers kyns annarra skoðana, þjóðernisuppruna eða stéttar, þess að viðkomandi tilheyri þjóðfernisminnihluta, efnahags, ætternis eða stöðu að öðru leyti.

2. Enginn skal sæta mismunun af hálfu nokkurs opinbers yfirvalds, svo sem af þeim ástæðum sem nefndar eru í fyrstu málsgrein.

2. gr.
Svæðisbundið gildissvið

1. Sérhverju ríki er heimilt við undirritun eða afhendingu fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals að tilgreina það eða þau landsvæði sem samningsviðauki þessi skal ná til.

2. Með yfirlýsingu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins getur sérhvert ríki hvenær sem er síðar látið samningsviðauka þennan ná til hvaða annars landsvæðis sem tilgreint er í yfirlýsingunni. Samningsviðaukinn öðlast gildi gagnvart slíku landsvæði fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá því að aðalframkvæmdastjóra berst slík yfirlýsing.

3. Sérhverja yfirlýsingu, sem gefin er samkvæmt undanfarandi tveimur töluliðum má afturkalla eða breyta fyrir hvert það landsvæði sem þar er tilgreint með tilkynningu aðalframkvæmdastjóra Evrópráðsins. Afturköllunin eða breytingin tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjóra berst slík tilkynning.

4. Yfirlýsing, sem gerð er samkvæmt þessari grein, skal talin gerð í samræmi við 1. tölul. 56. gr. samningsins.

5. Hvert það ríki sem gefið hefur yfirlýsingu í samræmi við 1. eða 2. mgr. þessarar greinar, getur hvenær sem er síðar lýst því yfir vegna eins eða fleiri landsvæða þeirra, sem yfirlýsingin tekur til, að það fallist á að dómstóllinn sé bær um að taka við kærum frá einstaklingum, samtökum eða hópum einstaklinga skv. 34. gr. samningsins varðandi 1. gr. þessa samningsviðauka.

3. gr.
Tengsl við samninginn

Samningsaðilum ber að líta á ákvæði 1. og 2. greinar hér að ofan sem viðbótargreinar við samninginn, og skulu öll ákvæði hans gilda samkvæmt því.

4. gr.
Undirritun og fullgilding

Samningsviðauki þessi skal liggja frammi til undirritunar aðildarríkjum Evrópuráðs sem undirritað hafa samninginn. Hann skal háður fullgildingu, viðurkenningu eða samþykki. Aðildarríki Evrópuráðs getur ekki fullgilt, viðurkennt eða samþykkt þennan samningsviðauka nema það fullgildi samninginn jafnframt á undan. Fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjöl skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til vörslu.

5. gr.
Gildistaka

1. Samningsviðauki þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá því að tíu aðildarríki Evrópuráðs hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af honum í samræmi við ákvæði 4. gr. þessa viðauka.

2. Gagnvart aðildarríki, sem síðar lýsir samþykki sínu við að vera bundið af samningsviðaukanum, skal hann öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá afhendingu fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjalsins.

6. gr.
Framlagningar

Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðs skal tilkynna öllum aðildarríkjum Evrópuráðs um:

a. Sérhverja undirritun.

b. Afhendingu sérhvers fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals.

c. Sérhvern gildistökudag samningsviðauka þessa samkvæmt 2. og 5. gr.

d. Sérhvern gerning, tilkynningu eða orðsendingu varðandi samningsviðauka þennan.

Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, ritað undir samningsviðauka þennan.

Gjört í Róm hinn 4. nóvember 2000, á ensku og frönsku — jafngildir textar báðir — í einu eintaki er varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðsins. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal senda staðfest endurrit til allra aðildarríkja Evrópuráðsins.