Undirritun, fullgilding, gildistaka, fyrirvarar, yfirlýsingar, uppsögn, skerðing réttinda á hættutímum, svæðisbundið gildissvið: tilkynningar, samskipti
Land | Undirritun | Fullgilding | Gildistaka | Fyrirvarar | Yfirlýsingar, uppsögn, skerðing réttinda á hættutímum | Svæðisbundið gildissvið: tilkynningar | Samskipti |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Albania | 24.11. | 22.07. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Andorra | 12.04. | 16.05. | 01.09. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Armenia | 02.10. | 31.01. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Austurríki | nei | nei | nei | ||||
Aserbaísjan | 18.11. | 06.07. | 01.11. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Belgia | 08.11. | 22.11. | 01.03. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Bosnía og Hersegóvína | 11.05. | 09.03. | 01.07. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Búlgaría | nei | nei | nei | ||||
Króatía | nei | nei | nei | ||||
Kýpur | nei | nei | nei | ||||
Tékkland | nei | nei | nei | ||||
Danmörk | nei | nei | nei | ||||
Eistland | 17.02. | 31.08. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Finnland | 02.10. | 07.12. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Frakkland | 02.10. | 12.04. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Georgia | 19.06. | 06.07. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Þýskaland | nei | nei | nei | ||||
Grikkland | 02.03. | 05.04. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Ungverjaland | nei | nei | nei | ||||
Ísland | nei | nei | nei | ||||
Írland | nei | nei | nei | ||||
Ítalía | 02.10. | nei | nei | ||||
Lettland | nei | nei | nei | ||||
Liechtenstein | nei | nei | nei | ||||
Litáen | 10.06. | 02.09. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Lúxemborg | 06.09. | 14.05. | 01.09. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Malta | nei | nei | nei | ||||
Mónakó | nei | nei | nei | ||||
Montenegró (Svartfjallaland) | 13.12. | 14.02. | 01.06. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Holland (Niðurland) | 07.11. | 12.02. | 01.06. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Norður-Makedónía | 09.09. | 25.09. | 01.01. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Noregur | 27.06. | nei | nei | ||||
Pólland | nei | nei | nei | ||||
Portúgal | nei | nei | nei | ||||
Moldóva | 03.03. | 22.06. | 01.10. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Rúmenía | 14.10. | 15.09. | 01.01. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
San Marínó | 02.10. | 16.02. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Serbia | nei | nei | nei | ||||
Slóvakía | 02.10. | 17.12. | 01.04. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Slóvenía | 02.10. | 26.03. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Spánn | nei | nei | nei | ||||
Svíþjóð | nei | nei | nei | ||||
Sviss | nei | nei | nei | ||||
Tyrkland | 20.12. | nei | nei | ||||
Úkraína | 20.06. | 22.03. | 01.08. | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] | [eng] [frö] |
Bretland | nei | nei | nei |
CETS (STCE) nr. 214
Samningsviðauki nr. 16 við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis
Strassborg, 2. október 2013
Formála
Aðildarríki Evrópuráðsins og önnur ríki sem undirritað hafa þennan samningsviðauka við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis sem undirritaður var í Róm 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur „samningurinn“),
hafa í huga ákvæði samningsins, einkum 19. gr. hans sem setti á stofn mannréttindadómstól Evrópu (hér á eftir nefndur „dómstóllinn“);
hafa í huga að rýmkun valdheimilda dómstólsins til að veita ráðgefandi álit muni efla enn frekar samspil milli dómstólsins og landsyfirvalda og þannig styrkja framkvæmd samningsins, í samræmi við nálægðarregluna;
hafa í huga álit nr. 285 (2013) sem samþykkt var af þingi Evrópuráðsins 28. júní 2013,
hafa orðið ásáttar um það sem hér fer á eftir:
1. gr.
1. Æðstu dómstólar aðildarríkis, sem tilgreindir eru í samræmi við 10. gr., geta leitað ráðgefandi álits dómstólsins við spurningum um meginreglur sem varða túlkun og beitingu þeirra réttinda og frelsis sem skilgreind eru í samningnum og samningsviðaukum við hann.
2. Sá dómstóll sem leitar ráðgefandi álits getur einungis óskað slíks álits í tengslum við mál sem er til meðferðar fyrir honum.
3. Sá dómstóll sem leitar ráðgefandi álits skal færa rök fyrir beiðni sinni og veita viðeigandi upplýsingar um málsatvik og lagalegan grundvöll málsins sem um ræðir.
2. gr.
1. Nefnd fimm dómara yfirdeildarinnar skal ákveða hvort verða eigi við beiðni um ráðgefandi álit skv. 1. gr. Sé beiðni synjað skal nefndin færa rök fyrir þeirri ákvörðun.
2. Samþykki nefndin beiðni um ráðgefandi álit skal það veitt af yfirdeild dómstólsins.
3. Sjálfskipaður í nefndina og yfirdeildina skv. 1. og 2. mgr. er dómari sá sem er kosinn af hálfu þess samningsaðila sem sá dómstóll sem leitar ráðgefandi álits tilheyrir. Fyrirfinnist enginn slíkur eða geti sá dómari ekki tekið þátt í meðferð málsins tilnefnir forseti dómstólsins dómara af lista sem fyrrnefndur samningsaðili hefur þegar lagt fram.
3. gr.
Mannréttindastjóri Evrópuráðsins og samningsaðilinn sem dómstóllinn sem leggur fram beiðni tilheyrir hafa rétt til að leggja fram skriflegar athugasemdir og taka þátt í yfirheyrslum. Forseti dómstólsins getur, í þágu réttrar réttarframkvæmdar, boðið hverjum öðrum samningsaðila eða einstaklingi einnig að leggja fram skriflegar athugasemdir eða taka þátt í yfirheyrslum.
4. gr.
1. Ráðgefandi álit skulu vera rökstudd.
2. Nú er álit eigi að öllu eða nokkru leyti einróma, og ber hverjum dómara þá réttur til að setja fram sérálit.
3. Ráðgefandi áliti dómstólsins skal skilað til þess dómstóls sem leitaði þess og til þess samningsaðila sem sá dómstóll tilheyrir.
4. Ráðgefandi álit skulu birt.
5. gr.
Ráðgefandi álit hafa ekki bindandi áhrif.
6. gr.
Milli aðildarríkjanna skulu ákvæði 1.–5. gr. þessa samningsviðauka skoðuð sem viðbótargreinar við samninginn og skulu öll ákvæði samningsins gilda í samræmi við það.
7. gr.
1. Samningsviðauka þennan er öllum aðilum að samningnum heimilt að undirrita og geta þeir lýst sig samþykka því að vera bundnir af honum með:
a. undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki; eða
b. undirritun sem háð er fullgildingu, staðfestingu eða samþykki og síðar er fullgilt, staðfest eða samþykkt.
2. Skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til vörslu.
8. gr.
1. Samningsviðauki þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá því að tíu aðildarríki samningsins hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af samningsviðaukanum í samræmi við 7. gr.
2. Gagnvart aðildarríki, sem síðar lýsir samþykki sínu við að vera bundið af samningsviðaukanum, skal hann öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá afhendingu fullgildingar-, staðfestingar- eða samþykktarskjalsins.
9. gr.
Óheimilt er að gera fyrirvara skv. 57. gr. samningsins um ákvæði þessa samningsviðauka.
10. gr.
Sérhvert aðildarríki að samningnum skal við undirritun eða afhendingu fullgildingar-, staðfestingar- eða samþykktarskjals tilgreina með yfirlýsingu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins hvaða dómstólar geta leitað ráðgefandi álits skv. 1. mgr. 1. gr. samningsviðauka þessa. Þessari yfirlýsingu má breyta hvenær sem er og með sama hætti.
11. gr.
Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal tilkynna aðildarríkjum Evrópuráðsins og öðrum samningsaðilum um:
a. Sérhverja undirritun.
b. Afhendingu sérhvers fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals.
c. Sérhvern gildistökudag samningsviðauka þessa skv. 8. gr.
d. Sérhverja yfirlýsingu sem afhent hefur verið skv. 10. gr.
e. Sérhvern gerning, tilkynningu eða orðsendingu varðandi samningsviðauka þennan.
Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, ritað undir samningsviðauka þennan.
Gjört í Strassborg 2. október 2013 í einu eintaki á ensku og frönsku sem verður afhent til vörslu í skjalasafni Evrópuráðsins og eru báðir textarnir jafngildir. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal láta hverju aðildarríki Evrópuráðsins og öðrum samningsaðilum í té staðfest endurrit.