Samningsviðauki nr. 6 við mannréttindasáttmálann

Texti samningsviðaukans birtist hér með breytingum samkvæmt ákvæðum samningsviðauka nr. 11 frá gildistöku hans þann 1. nóvember 1998.
Ensk og frönsk útgáfa samningsviðaukans hafa einar lagalegt gildi. Þessi þýðing er ekki opinber útgáfa samningsviðaukans.

Undirritun, fullgilding, gildistaka, yfirlýsingar, uppsögn, svæðisbundið gildissvið: tilkynningar, samskipti

LandUndirritunFullgildingGildistakaYfirlýsingar og uppsögnSvæðisbundið gildissvið: tilkynningarSamskipti
Albania04.04.200021.09.200001.10.2000[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Andorra22.01.199622.01.199601.02.1996[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Armenia25.01.200129.09.200301.10.2003[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Austurríki28.04.198305.01.198401.03.1985[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Aserbaísjan25.01.200115.04.200201.05.2002[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Belgia28.04.198310.12.199801.01.1999[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Bosnía og Hersegóvína24.04.200212.07.200201.08.2002[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Búlgaría07.05.199929.09.199901.10.1999[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Króatía06.11.199605.11.199701.12.1997[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Kýpur07.05.199919.01.200001.02.2000[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Tékkland21.02.1991118.03.1992101.01.1993[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Danmörk28.04.198301.12.198301.03.1985[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Eistland14.05.199317.04.199801.05.1998[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Finnland05.05.198910.05.199001.06.1990[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Frakkland28.04.198317.02.198601.03.1986[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Georgia17.06.199913.04.200001.05.2000[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Þýskaland28.04.198305.07.198901.08.1989[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Grikkland02.05.198308.09.199801.10.1998[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Ungverjaland06.11.199005.11.199201.12.1992[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Ísland24.04.198522.05.198701.06.1987[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Írland24.06.199424.06.199401.07.1994[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Ítalía21.10.198329.12.198801.01.1989[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Lettland26.06.199807.05.199901.06.1999[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Liechtenstein15.11.199015.11.199001.12.1990[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Litáen18.01.199908.07.199901.08.1999[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Lúxemborg28.04.198319.02.198501.03.1985[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Malta26.03.199126.03.199101.04.1991[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Mónakó05.10.200430.11.200501.12.2005[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Montenegró (Svartfjallaland)03.04.2003203.03.2004206.06.2006[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Holland (Niðurland)28.04.198325.04.198601.05.1986[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Norður-Makedónía14.06.199610.04.199701.05.1997[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Noregur28.04.198325.10.198801.11.1988[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Pólland18.11.199930.10.200001.11.2000[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Portúgal28.04.198302.10.198601.11.1986[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Moldóva02.05.199612.09.199701.10.1997[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Rúmenía15.12.199320.06.199401.07.1994[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Rússland16.04.1997neinei
San Marínó01.03.198922.03.198901.04.1989[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Serbia03.04.2003203.03.2004201.04.2004[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Slóvakía21.02.1991118.03.1992101.01.1993[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Slóvenía14.05.199328.06.199401.07.1994[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Spánn28.04.198314.01.198501.03.1985[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Svíþjóð28.04.198309.02.198401.03.1985[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Sviss28.04.198313.10.198701.11.1987[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Tyrkland15.01.200312.11.200301.12.2003[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Úkraína05.05.199704.04.200001.05.2000[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]
Bretland27.01.199920.05.199901.06.1999[eng] [frö][eng] [frö][eng] [frö]

1 Dagsetningar undirritunar og fullgildingar fyrrum tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisins.

2 Dagsetningar undirritunar og fullgildingar ríkjasambands Serbíu og Svartfjallalands.

ETS (STE) nr. 114

Samningsviðauki nr. 6 við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis, varðandi afnám dauðarefsingar

Strassborg, 28. apríl 1983

Formála

Aðildarríki Evrópuráðs, sem undirritað hafa þennan samningsviðauka við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis sem undirritaður var í Róm 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur „samningurinn“),

telja að þróun sú, sem orðið hefur í ýmsum aðildarríkjum Evrópuráðsins, lýsi almennri tilhneigingu í átt til afnáms dauðarefsingar,

hafa orðið ásáttar um það sem hér fer á eftir:

1. gr.
Afnám dauðarefsingar

Dauðarefsing skal afnumin. Engan skal dæma til slíkrar refsingar eða lífláta.

2. gr.
Dauðarefsing á stríðstímum

Ríki er heimilt að setja ákvæði í lög sín um dauðarefsingu fyrir verknaði framda á stríðstímum eða þegar bráð stríðshætta vofir yfir. Slíkri refsingu skal aðeins beitt í þeim tilvikum, sem tilgreind eru í lögunum og í samræmi við ákvæði laganna. Viðkomandi ríki skal kynna aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs slík lagaákvæði.

3. gr.
Bann við frávikum

Óheimilt er að víkja frá ákvæðum þessa samningsviðauka á grundvelli 15. gr. samningsins.

4. gr.
Bann við fyrirvörum

Óheimilt er að gera fyrirvara skv. 57. gr. samningsins um ákvæði þessa samningsviðauka.

5. gr.
Svæðisbundið gildissvið

1. Sérhverju ríki er heimilt við undirritun eða afhendingu fullgildingar-, viðurkenningar-, eða samþykktarskjals að tilgreina það eða þau landsvæði sem samningsviðaukinn nær til.

2. Með yfirlýsingu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs getur sérhvert ríki hvenær sem er síðar látið samningsviðauka þennan ná til hvaða annars landsvæðis sem tilgreint er í yfirlýsingunni. Samningsviðaukinn tekur gildi gagnvart slíku landsvæði fyrsta dag næsta mánaðar eftir að aðalframkvæmdastjóra berst slík yfirlýsing.

3. Sérhverja yfirlýsingu, sem gefin er samkvæmt tveimur undanfarandi töluliðum, má afturkalla fyrir hvert það landsvæði, sem þar er greint, með tilkynningu til aðalframkvæmdastjórans. Afturköllunin tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að aðalframkvæmdastjóra berst slík tilkynning.

6. gr.
Tengsl við samninginn

Milli aðildarríkjanna skulu ákvæði 1.–5. gr. þessa samningsviðauka skoðuð sem viðbótargreinar við samninginn og öll ákvæði samningsins skulu gilda í samræmi við það.

7. gr.
Undirritun og fullgilding

Samningsviðauki þessi skal liggja frammi til undirritunar aðildarríkjum Evrópuráðs sem undirritað hafa samninginn. Hann skal háður fullgildingu, viðurkenningu eða samþykki. Aðildarríki Evrópuráðs getur ekki fullgilt, viðurkennt eða samþykkt þennan samningsviðauka nema það fullgildi samninginn jafnframt eða fyrr. Fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjöl skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðs.

8. gr.
Gildistaka

1. Samningsviðauki þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að fimm aðildarríki Evrópuráðs hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af honum samkvæmt ákvæðum 7. gr.

2. Gagnvart aðildarríki, sem síðar samþykkir að vera bundið af samningsviðauka þessum, öðlast hann gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir afhendingu fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals.

9. gr.
Framlagningar

Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðs skal tilkynna aðildarríkjum Evrópuráðs um:

a. Sérhverja undirritun.

b. Afhendingu sérhvers fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjals.

c. Sérhvern gildistökudag samningsviðauka þessa skv. 5. og 8. gr.

d. Sérhvern gerning, tilkynningu eða orðsendingu varðandi samningsviðauka þennan.

Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, ritað undir samningsviðauka þennan.

Gjört í Strassborg hinn 28. apríl 1983, á ensku og frönsku — jafngildir textar báðir — í einu eintaki er varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðsins. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal senda staðfest endurrit til allra aðildarríkja Evrópuráðsins.